FrŠ­sluhorni­

Alþýðutréskurður

 

Svo er sagt í fornum bókum að landnámsmenn Íslands hafi flestir verið norrænir og fluttu með sér menningu heimalandsins, listgreinar sem þar voru og höfðu þróast í árþúsundir og tekið þeim  breytingum sem alltaf verða í tímanna rás. Mótaðist listin mest af trúarbrögðum. Margir landnemanna voru ásatrúar sem höfðu dreka á stafni skipa sinna. Goðamyndir á öndvegissúlum og hofum til blóta. Allt var þetta gert úr tré. Það var nærtækast efnið og auðunnið með lélegum verkfærum. Sá sérstaki stíll sem þá var viðhafður var kenndur við víkingaöld. Lítið er til hérlendis frá þeim tíma, aðeins örfáar fjalir, skornar með greinilegu svipmóti frá lokastigi Víkingaaldar.

Trúarskipti verða og goðum ásatrúar er fleygt af stalli, í staðinn koma helgimyndir, innfluttar, gerðar af erlendum handverksmönnum, oftast í rómönskum stíl. Íslendingar voru mjög fámennir í margar aldir og þjóðin hreint bændaþjóðfélag, hvergi þéttbýli. Það voru ekki margir lærðir tréskurðarmenn á þessum tíma, getið er um nöfn á þremur bíldhöggvörum, sem svo eru nefndir á síðustu þrem öldum. Til eru  kirkjugripir eftir þá alla, þar leynir sér ekki hverjir hafa verið þar að verki. Íslenska skurðlistin er fólksins í landinu, þar sem hver hagleiksmaðurinn sat í sínu rúmi með hníf í hendi og gerðu gripi til daglegra notkunar. Uppistaða skrautsins er rómanskur teinungur í mjög fjölbreyttum tilbrigðum. Þrátt fyrir mikil umbrot í listastefnu víða í Evrópu, fékk ekkerthaggað þessu eftirlætisskrauti íslendinga sem fest hafði svo djúpar rætur í íslenskum alþýðuskurði.

Efnið sem oftast var notað var íslenska birkið og rekaviður sem var misjafnlega þurr og efnisgott. Flestir þeir hlutir sem smíðaðir voru á þeim tíma voru hlutir til daglegra notkunar og trémunir sem fengu á sig skurð af einhverju tagi, oft fangamark, en til þess þurfti letur. Af því tilefni gerðu hagleiksmenn stafróf sem féll vel að tréskurði. Það er nefnt höfðaletur, sem eru eingöngu hástafir. Höfðaletrið er afbrigði af Gotneska stafrófinu sem aðlagað hefur verið að kröfum sem tréskurður gerir til stafagerðar, af því eru til sjö gerðir og eru hvergi til nema hér á Íslandi.

Höfðaletrið og rómönsku teinungarnir eru sterkustu einkenni í íslenskum tréskurði og gera hann að sjálfstæðri listgrein. Var skurðurinn oft að meirihluta til letur þar sem skorin voru fangamörk eiganda, málshættir, heilræði, vísur og kvæði ásamt ártölum sem oft voru látin fylgja. Tréskurðurinn hafði meir að bjóða en teinunga og höfðaletur. Kynjaverur, forynjur, menn og dýr finnast þar í margskonar myndum sem fléttast saman í flóknum og á hugkvæman hátt. Þessar margs slungnu fléttur, oft með litlum stungum þar sem eitthvað gengur undir er eitt af einkennum íslenskrar skurðlistar. Svo meðfæddur var landanum hagleikur að naumast var til sá maður sem gat ekki skorið fangamark sitt á verkfæri sem hann hafði til afnota. Skurðlistin náði einnig til horna, beina og tanna. Úr því efni voru gerðir tóbaksbaukar, drykkjarhorn, spænir og fleira sem voru með skreytingum sem þóttu oft góðir og dýrmætir gripir.

Eftir aldamótin 1900 hóf Stefán Eiríksson, kennslu í tréskurði, þá nýkominn frá námi í tréskurði erlendis. Setti hann upp vinnustofu íReykjavík, tók til sín marga lærlinga sem hann útskrifaði, þar á meðal Ríkarð Jónsson sem síðar var einn frægasti tréskurðarmaður landsins á sínum tíma. Eftir að iðnbyltingin gekk yfir Evrópu, fóru Íslendingar ekki varhluta af henni. Var þá hætt að smíða gripi til daglegra nota eins og aska og spæni, hvarf þá tréskurðurinn um það leiti. Meistararnir, Stefán og Ríkarður sáu leið til bjargar. Þeir gerðu sjálfir og kenndu öðrum að gera gripi sem þjóðin hafði búið við í aldir og voru skreyttir með tréskurði í hinum sérstæða alþýðustíl. Þessir gripir voru ekki lengur í daglegri notkun heldur hafðir til skrauts á heimilum, þar með var íslenski skurðar stíllinn kominn í fastari skorður en hann hefur nokkurn tíman verið áður.

Fyrir um áttatíu árum voru gefnar út teikningar sem Ríkarð Jónsson hafði gert. Þessar teikningar sína íslenska skurðlist, alþýðulist eins og hún var þá iðkuð. Með útgáfunni, var ætlunin að bætti úr þeim skorti á teikningum, sem verið hafði lengi í þessu efni og kemur til með að hjálpa þeim sem hug hafa á að reina við þessa listgrein sem tómstundariðju.

Í þessari samantekt, styðst ég við formálsgrein eftir Hinrik A. Þórðarson, sem hann skrifaði í útgáfuheftið; „Vinnuteikningar af íslenskri alþýðulist.“ sem gefið var út að hans frumkvæði 10. ágúst 1994.

Hann segir þar í lok greinar; Þið sem hafið hug á að reyna við íslenska tréskurðinn. Gætið þess að vanda verkið, strax í byrjun sem allra best og leiða sem minnst hugann að því hvað langan tíma það tekur. Vinnuhraðinn kemur hljóðlega með æfingunni, án þess að  eftirtekt vekji”.

 

Friðgeir H. Guðmundsson Tréskeri og Tréskurðarkennari

 

Gerðir tréskurðar - meginflokkar  (ýttu með músinni á nafnið og þá opnast skjal)

Útskurður og líkneskjagerð úr tré

trs_sl_mage_640Nú er bent á að fara inn á Timarit.is og velja þar Árbók Hins Íslenska fornleifafélags 95 tbl. 1999. Hægt er að kalla fram eina og eina blaðsíðu og skoða þessa grein. Sé ekki betur en að hér sé á ferðinni íslenskaður texti sem birtist eftir hana í bókarformi (á Norsku), sem hefur verið talið eitt höfuðrita um íslenskan tréskurð fyrr á öldum.

DREKAFORM 

drekaform_120

Drekaformið tengist víkingatímanum, en þá bar mikið á drekum og/eða drekahöfðum í skurðverkum. Þetta form má með nokkurri vissu rekja til Noregs.

 

Í mynstri á fornmunum er fundust á Ásubergi í Noregi sjást myndir af dýrum sem ekki eru af okkar heimi. Þetta eru drekar með haus, háls, bol og útlimi. Umrætt myndefni er fléttað saman og notað til að fylla ákveðin rými. Oft er erfitt að greina hvað tilheyrir einstökum dreka og hvað öðrum þar sem fléttað er mjög haglega.

 

Á myndum frá þessum tíma sjást einnig form mannslíkama en úrvinnsla þeirra ber vott um takmarkaða færni við teikningu, einkum eru hlutföll líkamans barnsleg (naív).

MYNDSKEIÐ Á NETINU

Ef farið er á netið http://www.youtube.com/watch?v=NZHl1T712VU&NR=1 er hægt að sjá stutt myndskeið er tengist tréskurði.

RÚNALETUR

Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér rúnaletur er bent á skoða áhugaverða grein.

Greinin heitur "Íslenskar rúnir í norrænu ljósi" eftir Þórgunni Snædal. Greinin er í Árbók hins íslenska fornleifafélaga, 94. árgangi frá árinu 1998 er er á blaðsíðu 5 - 33.

Hægt er nálgast þessa grein með því að fara inn á netið WWW.timarit.is velja þar "Tímaritalista og finna þar Árbók hins íslenska fornleifafélags. Velja 94. árgang 1998 og síðan velja blaðsíðurnar. Athuga verður að aðeins er hægt að kalla fram eina blaðsíðu í heinu. Ef áhugi er á að ná allri greininni er hver blaðsíða valin á fætur annarri og hægrismellt með músinni og valið Copy og síðan Paste t.d. yfir í Word ritvinnslu. Ef þið eruð í einhverjum vandræðum er hægt að senda fyrirspurn á netfangið hér fyrir neðan.

Gott væri ef þið gætuð bent á fleiri áhugaverðar greinar sem þarna er að finna um tréskurð og annað tengt því. Hægt er að senda slíkar upplýsingar á netfangið silo@mmedia.is og verður það þá sett inn á síðuna okkar.

Auglřsingaform

Mynd augnabliksins

Moya

Heimsˇknir

═ dag: 2
Samtals: 23741

Dagatal

« Febrúar 2018 »
SMÞMFFL
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728 

┴ nŠstunni

Engir vi­bur­ir ß nŠstunni

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning