Um fÚlagi­

Núverandi stjórn félagsins skipa: 

Stefán Haukur Erlingsson, formaður

 864 6099  stefan1976(hjá)simnet.is

Karen Huld Gunnarsdóttir

8642668  karengunnars(hjá)hotmail.com

Anna Lilja Jónsdóttir

864 8253  alja(hjá)isl.is

Donald Ingólfsson

848 7476   donald(hjá)internet.is

Sigurjón Gunnarsson

899 5716 silo(hjá)mmedia.is

Ritnefnd Brýnisins:

Er stjórn félagsins

Skoðunarmaður reikninga

Friðgeir Guðmundsson, 861 6775  frg(hjá)isl.is

Til vara Theodór Þorvaldsson

Minningarsjóður um tréskera

Bjarni Þór Kristjánsson kosinn á aðalfundi

Opið hús - umsjón

  

Leiðbeinendur í tréskurði

Anna Lilja Jónsdóttir Iðnskólinn í Rvk 553 8253 864 8253
alja(hjá)isl.is


Bjarni Þór Kristjánsson Mosfellsbæ 568 4654 697 6294
bjarnithorkristjansson(hjá)gmail.isDaníel Dagsson, 893 6978
Kvöldskóli Kópavogs


Friðgeir H.Guðmundsson Melalind 12 Kópavogi
554 6775 861 6775  frg(hjá)isl.is


Skurðlistaskóli Hannesar Flosasonar
Ingibjörg Hannesdóttir Fannafold 192
sími 567 6550 ingibjh(hjá)gmail.com

Jón Adolf Steinólfsson 
896 6234
steino(hjá)centrum.is Heimasíða: jonadolf.com

 
Sigurbjörg Þ. Jónsdóttir, Litladal 541 Blönduós,
860 5134


Sigurjón Gunnarsson Hólshrauni 5 Hafnarfirði 
864 5716
silo(hjá)mmedia.is

Örn Sigurðsson Hamraborg Kópavogi 100 

 

Lög FÁT með breytingum sem gerðar voru á aðalfundi 10. nóvember 2012

1. grein
Félagið heitir Félag áhugamanna um tréskurð. Heimili þess er hjá formanni félagsins.

2. grein
Félagsmenn geta allir þeir orðið sem hafa áhuga á tréskurði og standa skil á árlegum félagsgjöldum.

3. grein
Tilgangur félagsins er að:
1. Efla og kynna tréskurð á Íslandi.
2. Stefna að því að koma upp ákjósanlegri aðstöðu fyrir félagsmenn.
3. Stuðla að útgáfu fréttabréfs og sýningum á verkum félagsmanna.
4. Stuðla að gagnkvæmum samskiptum við erlend tréskurðarfélög og klúbba.
5. Stuðla að því að fá innlenda og erlenda gestakennara til kennslu og námskeiðahalds.
6. Söfnun og miðlun fræðslu- og kennsluefnis, t.d. bóka og myndbanda.
7. Koma upp myndasafni að verkum félagsmanna og annarra mynda af eldri og yngri verkum, svo og varðveislu á þeim verkum sem félagið kann að eignast.
8. Skipuleggja fræðslu- og kynnisferðir til staða þar sem er að finna áhugaverðan tréskurð, innanlands sem utan.

4. grein
Árgjald skal ákveðið á aðalfundi og skal greiðast fyrir aðalfund ár hvert.

5. grein
Aðalfund skal halda á hverju ári fyrir lok febrúarmánaðar.  Skal hann boðaður í fréttabréfinu Brýninu, og eða með tölvupósti og SMS-boðum með minnst 14 daga fyrirvara
og telst þá lögmætur. Tillögur um lagabreytingar skal fylgja aðalfundarboði. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi.

6. grein
Stjórn félagsins skipa 5 manns sem kosnir eru á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður skal kosinn sértaklega, en aðra stjórnarmenn í einu lagi, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Heimilt er stjórnarmönnum að taka endurkjöri. Aðalfundur kýs einnig skoðunarmann reikninga og annan til vara. Formaður boðar til stjórnarfunda svo oft sem honum þykir þörf á eða stjórnarmenn óska. Stjórn félagsins getur ekki skuldbundið félagsmenn fjárhagslega. Stjórninni er heimilt að skipa nefndir til sérstakra verkefna í nafni félagsins.
Annað hvert ár kýs aðalfundur FÁT einn í stjórn Minningarsjóðs um íslenska  tréskera.
7. grein
Stjórn félagsins kveður til félagsfundar þegar hún telur þess þörf eða 1/3 hluti félagsmanna ókar þess skriflega. Lögmætir aðalfundir hafa æðsta vald í öllum ákvörðunum félagsins. Hver skuldlaus félagsmaður hefur eitt atkvæði. Kjörgengi til stjórnar hafa eingöngu skuldlausir félagsmenn. Skuldlausum félagsmanni er heimilt að senda umboðsmann fyrir sig á fundi félagsins og skal það vera skiflegt.
8. grein
Dagskrá aðalfundar skal vera:
1. Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Stjórn leggur fram reikninga félagsins.
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
5. Lagabreytingar
6. Kosningar stjórnar fyrir næsta starfsár.
7. Önnur mál.
9. grein
Í gerðabók félagsins skal skrá stutt yfirlit yfir það sem gerist á félagsfundum og stjórnarfundum. Fundargerðir skulu undirritaðar af formanni félagsins og fundarritara.
10. grein
Hætti félagið störfum skal almennur fundur félagsmanna, sem slítur félaginu, taka ákvöðun um ráðstöfum eigna félagsins.

Lög um  Minningarsjóð um íslenska tréskera  með breytingum gerðum á aðalfundi 15. febrúar 2014

1. gr.

 

Sjóðurinn heitir Minningarsjóður um Íslenska tréskera og er stofnaður til minningar um þá tréskera sem stundað hafa tréskurð frá byrjun tuttugust aldar. Heimili hans og varnarþing er í Reykjavík.

 

2. gr.

 

Stjórn Félags áhugamanna um tréskurð leggur til stofnfé  í sjóðinn, kr. 200.000, tvöhundruð þúsund krónur.

Sjóðurinn tekur við peningagjöfum frá velunnurum. Sé gjöfin gefin í minningu nafngreinds tréskera skal hún tilgreind í skrá sem gerð verður um gengna tréskera.

Stofnféið  má ekki skerða og skal það uppfært árlega í samræmi við breytingar á neysluvísitölu. Vöxtum (og eftir atvikum gjafafé) skal annað hvert ár varið til að greiða fyrir útskurðarteikningar. Þó er heimilt að víkja frá þeirri reglu ef rök mæla með því.

 

3. gr.

 

Markmið sjóðsins er að viðhalda minningunni um gengna tréskera og jafnframt stuðla að því að til verði safn vinnuteikniga í eigu FÁT.

 

4. gr.

 

Stjórn sjóðsins skal skipuð þremur mönnum til tveggja ára í senn. Formaður FÁT skal sitja í stjórn, einn fulltrúi sem stjórn FÁT tilnefnir, og einn kosinn á aðalfundi. Stjórnin skal varðveita eignir sjóðsins og ávaxta þær á þann hátt sem telja má öruggan og arðvænlegan. Formaður félagsins er vörslumaður sjóðsins. Gjaldkeri félagsins annast árlega endurskoðun reikninga sjóðsins.

 

5. gr.

 

Sjóðsstjórn skal ákveða þá upphæð sem ráðstafa ber þirðja hvert ár til greiðslu fyrir vinnuteikningar og semja við einhvern eða einhverja um að gera slíkar teiknignar. Sjóðsstjórn ber ábyrgð á framkvæmd allri og skal annað hvert ár skila skýrslu til aðalfundar FÁT.

 

6. gr.

 

Breytingar á lögum þessum má aðeins gera á aðalfundi FÁT og í samræmi við ákvæði laga um aðalfund.

7. gr.

 

Ákvörðun um slit sjóðsins skal tekin á aðalfundi FÁT með einföldum meirihluta og renna eignir hans þá óskipar til FÁT.

 

Stofndagur FÁT

Samkvæmt upplýsingum í Brýninu,fyrsta tölublaði fréttabréfins, í apríl 1996 var stofnfundur FÁT 2. mars 1996. Yfir 90 félagar gengu í félagið á stofnfundinum og þegar fréttabréfið er gefið út eru þeir að nálgast 200. Fyrsti formaður félagsins var Evert Kr. Evertsson. Meðstjórnendur: Jón Adolf Steinólfsson, Stefán H. Erlingsson, Vilhjálmur Siggeirsson og Sveinbjörn Kristjánsson.
Auglřsingaform

Mynd augnabliksins

Moya

Heimsˇknir

═ dag: 2
Samtals: 23741

Dagatal

« Febrúar 2018 »
SMÞMFFL
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
25262728 

┴ nŠstunni

Engir vi­bur­ir ß nŠstunni

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskrßning